Gunnar Einarsson: Þetta verður stríð í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 13:52 Gunnar Einarsson mun spila með Keflavík í kvöld. Mynd/Vilhelm „Við erum með bakið upp við vegg og stolt okkar er líka undir. KR-ingar munu ekki labba yfir okkur í kvöld. Það er alveg klárt mál. Þetta verður stríð í kvöld," sagði Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson ákveðinn við Vísi áðan. Keflvíkingar sækja KR heim í DHL-höllina í kvöld klukkan 19.15. Þetta er þriðja viðureign liðanna í undanúrslitum en KR leiðir 2-0. KR kemst því í úrslitarimmuna með heimasigri í kvöld. „Við þekkjum þessa stöðu frá því í fyrra gegn ÍR. Við unnum okkur út úr því. Það var samt algjör óþarfi að gera þetta aftur. Við vitum vel að það hefur enginn trú á því að við klórum okkur út úr þessu nema við sjálfir. Við komum okkur í þessa stöðu og það hjálpar okkur enginn út úr henni nema við sjálfir," sagði Gunnar sem tók sér frí frá vinnu í dag til að vera í sem bestu standi í kvöld. Hann gat lítið leikið í síðasta leik eftir að hafa tognað á innanverðu læri. Hann segist vera orðinn betri í lærinu og stefnir á að spila í kvöld. „Þetta heldur vonandi. Ef ekki þá verða strákarnir bara að klára þetta án mín og ég hef fulla trú á að þeir geti það," sagði Gunnar sem telur komin tími á að liðið sýni sitt rétta andlit gegn KR. „Við höfum ekki hitt á góðan leik gegn KR. Við munum mæta brjálaðir til leiks í kvöld og það er kominn tími á það. Við eigum mikið inni og það sjá allir. Það hefur vantað meiri vilja og grimmd í okkur en það verður nóg af slíku í kvöld," sagði Gunnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Við erum með bakið upp við vegg og stolt okkar er líka undir. KR-ingar munu ekki labba yfir okkur í kvöld. Það er alveg klárt mál. Þetta verður stríð í kvöld," sagði Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson ákveðinn við Vísi áðan. Keflvíkingar sækja KR heim í DHL-höllina í kvöld klukkan 19.15. Þetta er þriðja viðureign liðanna í undanúrslitum en KR leiðir 2-0. KR kemst því í úrslitarimmuna með heimasigri í kvöld. „Við þekkjum þessa stöðu frá því í fyrra gegn ÍR. Við unnum okkur út úr því. Það var samt algjör óþarfi að gera þetta aftur. Við vitum vel að það hefur enginn trú á því að við klórum okkur út úr þessu nema við sjálfir. Við komum okkur í þessa stöðu og það hjálpar okkur enginn út úr henni nema við sjálfir," sagði Gunnar sem tók sér frí frá vinnu í dag til að vera í sem bestu standi í kvöld. Hann gat lítið leikið í síðasta leik eftir að hafa tognað á innanverðu læri. Hann segist vera orðinn betri í lærinu og stefnir á að spila í kvöld. „Þetta heldur vonandi. Ef ekki þá verða strákarnir bara að klára þetta án mín og ég hef fulla trú á að þeir geti það," sagði Gunnar sem telur komin tími á að liðið sýni sitt rétta andlit gegn KR. „Við höfum ekki hitt á góðan leik gegn KR. Við munum mæta brjálaðir til leiks í kvöld og það er kominn tími á það. Við eigum mikið inni og það sjá allir. Það hefur vantað meiri vilja og grimmd í okkur en það verður nóg af slíku í kvöld," sagði Gunnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira