Fótbolti

Mutu vann áfangasigur í áfrýjun sinni gegn Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Táknræn mynd frá tíma Adrian Mutu hjá Chelsea.
Táknræn mynd frá tíma Adrian Mutu hjá Chelsea. Nordic photos/AFP

Framherjinn Adrian Mutu hjá Fiorentina hefur staðið í ströngu vegna ákæru á hendur honum þar sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA ályktaði í maí á síðasta ári að hann skildi greiða fyrrum félagi sínu Chelsea skaðabætur upp á 15,78 milljónir punda.

Mutu gekk í raðir Chelsea árið 2003 á 15 milljónir punda frá Parma en eftir var síðan rekinn frá Lundúnafélaginu ári síðar fyrir kókaínneyslu. Mutu var þá dæmdur í sjö mánaða keppnisbann en eftir það gekk hann í raðir Juventus og síðan Fiorentina, þar sem hann er nú.

Eftir að Fifa hafði kveðið á um að Mutu ætti að borga Chelsea áfrýjaði framherjinn dómnum. Nú í dag vann hann ákveðinn áfangasigur í málinu þar sem ákveðið hefur verið að fresta málinu en Mutu átti að hefja að borga Chelsea fljótlega.

„Frestun á málinu eru mjög góð tíðindi fyri Mutu. Við erum hins vegar ekki að fagna þótt að um ákveðinn áfangasigur sé að ræða. Fyrsta skrefið í rétta átt getum við sagt," sagði Giovanni Becali, umboðsmaður Mutu, í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×