Jón Arnór: Ég var lélegur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:51 Jón Arnór Stefánsson Mynd/Anton Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira