Facebook hópur bjargaði fyrirtæki frá gjaldþroti 10. mars 2009 13:45 Eigandi bresks fyrirtækis sem var á leiðinni í gjaldþrot greip til þess ráðs að stofna Facebook hóp um björgun rekstursins. Og það gekk upp. Búið er að fresta gjaldþrotabeiðninni um óákveðinn tíma. Fyrirtækið sem hér um ræðir er prentsmiðjan KMCA en eigandi hennar er hinn 35 ára gamli Tim Messom frá Keyworth í Notthingham-skíri á Englandi. Kim hefur rekið prentsmiðjuna í átta ár en sökum fjármálakreppunnar skruppu tekjurnar svo mikið saman að gjaldþrot blasti við. Samkvæmt frétt um málið á heimasíðu Sky News greip Tim til þess ráðs að stofna Facebook hóp undir nafninu „Björgum Tim frá gjaldþroti". „Þetta var hrein örvænting af minni hálfu," segir Tim. „En ég var bara tveimur vikum frá gjaldþroti." Hópurinn telur nú 6.300 manns og honum tókst að útvega Tim 50 nýjar pantanir á prentun á tíu dögum. Tim er að vonum ánægður með árangurinn. „Það er langur vegur í að mér hafi tekist að bjarga fyrirtækinu alveg en nú er ég allavega á leiðinni til þess sem ég var ekki fyrir tveimur vikum síðan," segir Tim. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eigandi bresks fyrirtækis sem var á leiðinni í gjaldþrot greip til þess ráðs að stofna Facebook hóp um björgun rekstursins. Og það gekk upp. Búið er að fresta gjaldþrotabeiðninni um óákveðinn tíma. Fyrirtækið sem hér um ræðir er prentsmiðjan KMCA en eigandi hennar er hinn 35 ára gamli Tim Messom frá Keyworth í Notthingham-skíri á Englandi. Kim hefur rekið prentsmiðjuna í átta ár en sökum fjármálakreppunnar skruppu tekjurnar svo mikið saman að gjaldþrot blasti við. Samkvæmt frétt um málið á heimasíðu Sky News greip Tim til þess ráðs að stofna Facebook hóp undir nafninu „Björgum Tim frá gjaldþroti". „Þetta var hrein örvænting af minni hálfu," segir Tim. „En ég var bara tveimur vikum frá gjaldþroti." Hópurinn telur nú 6.300 manns og honum tókst að útvega Tim 50 nýjar pantanir á prentun á tíu dögum. Tim er að vonum ánægður með árangurinn. „Það er langur vegur í að mér hafi tekist að bjarga fyrirtækinu alveg en nú er ég allavega á leiðinni til þess sem ég var ekki fyrir tveimur vikum síðan," segir Tim.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira