Meðan ríkið sefur Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur skrifar 12. september 2009 06:00 Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar