Betra að vera fangi en stúdent? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2009 07:45 Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun