Páll Kolbeinsson þjálfari KR, segist ánægður með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleiknum gegn Snæfelli í kvöld. Á hinn bóginn er hann ósáttur við seinni hálfleik.
„Við vorum alltaf með forystu en héldum ekki haus og eigum að geta betur en þetta. Við gerðum það að verkum að seinni hálfleikur var skemmtilegur fyrir áhorfendur en það var algjör óþarfi."
Páll var ánægður með frammistöðu Tommy Johnson sem skoraði 39 stig í sigrinum. „Hann var að hitta vel og virðist vera að komast í gagn, því miður voru aðrir leikmenn ekki að ná sér eins vel á strik," sagði Páll en KR-ingar halda til Kína á morgun og munu mæta Beijing Aoshen í tveimur sýningarleikjum þar í landi.