Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki 11. mars 2009 11:26 Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira