Buffett hagnast meir en Goldman Sachs 9. nóvember 2009 13:16 Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hafði ástæðu til að brosa út að eyrum um helgina en fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, hagnaðist um 3,24 milljarða dollara, eða rúma 400 milljarða kr., á þriðja ársfjórðung. Er þetta meiri hagnaður en hjá Goldman Sachs. Uppgjörið var birt aðfararnótt laugardagsins en stór hluti af hagnaði Warren Buffett er raunar til komin vegna þekktrar stöðutöku Buffett í Goldman Sachs skömmu eftir síðustu áramót. Þá fékk Buffett kauprétt á 5 milljarða dollara virði af hlutum í Goldman Sachs þegar enginn annar vildi snerta við bankanum. Gengishagnaður hans af þeim kauprétti nemur nú rúmlega 2 milljörðum dollara. Hinn mikli uppgangur á hlutabréfamörkuðum heimsins undanfarna mánuði olli því að Bershire Hathaway þrefaldaði hagnað sinn á þriðja ársfjórðung m.v. sama tímabil í fyrra. Félagið fór illa út úr fjármálakreppunni á síðasta ári eins og flestir aðrir. Var þá jafnvel rætt um að „véfréttin frá Omaha" eins og Buffett er stundum kallaður hefði misst næmni sína á gróðatækifæri. Uppgjörið nú sýnir að svo er ekki. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hafði ástæðu til að brosa út að eyrum um helgina en fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, hagnaðist um 3,24 milljarða dollara, eða rúma 400 milljarða kr., á þriðja ársfjórðung. Er þetta meiri hagnaður en hjá Goldman Sachs. Uppgjörið var birt aðfararnótt laugardagsins en stór hluti af hagnaði Warren Buffett er raunar til komin vegna þekktrar stöðutöku Buffett í Goldman Sachs skömmu eftir síðustu áramót. Þá fékk Buffett kauprétt á 5 milljarða dollara virði af hlutum í Goldman Sachs þegar enginn annar vildi snerta við bankanum. Gengishagnaður hans af þeim kauprétti nemur nú rúmlega 2 milljörðum dollara. Hinn mikli uppgangur á hlutabréfamörkuðum heimsins undanfarna mánuði olli því að Bershire Hathaway þrefaldaði hagnað sinn á þriðja ársfjórðung m.v. sama tímabil í fyrra. Félagið fór illa út úr fjármálakreppunni á síðasta ári eins og flestir aðrir. Var þá jafnvel rætt um að „véfréttin frá Omaha" eins og Buffett er stundum kallaður hefði misst næmni sína á gróðatækifæri. Uppgjörið nú sýnir að svo er ekki.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira