Við erum betri en menn héldu 6. janúar 2009 13:38 Einar Árni og félagar hafa staðið sig mjög vel framan af vetri Mynd/Stefán "Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar." Dominos-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
"Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar."
Dominos-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira