Viðskipti erlent

Betri tíð í spilunum

Afrísk börn Alþjóðabankinn segir það hag iðnríkjanna að styðja við þróunarlöndin.
Afrísk börn Alþjóðabankinn segir það hag iðnríkjanna að styðja við þróunarlöndin.

Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011.

Samdrátturinn verður mestur hjá iðnríkjunum, þar af upp á 4,2 prósent á evrusvæðinu.

Hagfræðideild Landsbankans segir í umfjöllun sinni um málið í í gær að þrátt fyrir þetta séu vísbendingar um viðsnúning á næsta leyti. Meðal vísbendinga séu aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem gengishrun á hlutabréfamörkuðum sé víða að stöðvast, jafnvel að snúast við. Hagvísar séu á svipaðri leið, svo sem í Kína og í Bandaríkjunum. Innan annarra svæða, svo sem í nokkrum Evrópulöndum, sé enn engin batamerki að sjá.

Alþjóðabankinn segir í skýrslunni iðnríkin þurfa að verja þróunar- og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði í stað þess að einblína á eigin vandamál. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiði til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna og því sé það hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna.

- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×