Fótbolti

Bayern hefur áhuga á Van Gaal

Nordic Photos/Getty Images

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur staðfest að Hollendingurinn Louis van Gaal hjá AZ Alkmaar sé einn þeirra manna sem félagið hafi hug á að bjóða þjálfarastöðuna fyrir næsta tímabil.

Það er Jupp Heynckes sem sér um þjálfun Bayern til loka leiktíðar eftir að Jurgen Klinsmann var rekinn fyrir viku síðan, en Heynckes kemur ekki til greina sem varanlegur eftirmaður Klinsmann.

Van Gaal gerði AZ Alkmaar að hollenskum meistara á dögunum og hefur áður stýrt Barcelona, Ajax og hollenska landsliðinu.

"Van Gaal er einn þeirra sem við höfum í huga en við erum ekki að forgangsraða nöfnum sérstaklega. Við munum ræða við þá sem koma til greina og ákveða hver tekur við Bayern þann 1. júlí," sagði Rummenigge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×