Viðskipti innlent

Sektir eru næsta skref hjá Ársreikningaskrá

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar
Guðmundur Guðbjarnason
Guðmundur Guðbjarnason Markaðurinn/Anton

„Við erum að vinna í því að senda fyrirtækjum ítrekun um skil á ársreikningum og láta vita að næst verði þau sektuð. Það er næsta skref," segir Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.

Nokkuð hundruð fyrirtæki eiga yfir höfði sér sekt vegna vanskila á ársreikningum.

Eins og fram kom í Markaðnum í síðustu viku skila einungis tíu til fimmtán prósent fyrirtækja ársreikningum áður en skilafrestur rennur út í ágúst ár hvert. Til samanburðar hafa um níutíu prósent fyrirtækja skilað uppgjörum sínum í nágrannalöndunum.

Í byrjun nýliðins mánaðar áttu enn 25 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan.

Guðmundur segir fyrirtækin hafa almennt brugðist vel við ítrekun ársreikningaskrár um uppgjörsskil og séu þau öll af vilja gerð að koma gögnunum frá sér.

„Þetta er sífelld vinna og álagið mikið á okkur," segir hann.- jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×