Einar Andri: Margir eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2009 20:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði 19 ára landsliðsins. Mynd/Stefán Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og í rauninni framar vonum miðað við hvernig undirbúningurinn var hjá okkur. Það voru mikið af meiðslum hjá okkur í sumar og við misstum síðan lykilmann út rétt fyrir mótið þegar Sigurður Ágústsson sleit krossband. Þetta er búið að vera flott mót og við erum búnir að bæta okkur í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins. Einar Andri þjálfar liðið ásamt nafna sínum Einari Guðmundssyni. Hann segir að sigurinn á Frökkum í riðlinum hafi gefið íslenska liðinu mikið. „Við náðum upp rosalegri stemmningu fyrir þann leik og spiluðum frábæran handbolta. Þeir eru alveg með mannskap til þess að vinna þetta mót. Við hittum á rétta leikinn þar og þessi sigur hleypti í sjálfstrausti og stemmningu inn í liðið," segir Einar Andri. Íslensku strákarnir tryggðu sér inn í undanúrslitin með 43-37 sigri á Norðmönnum í átta liða úrslitum. „Við vorum í basli í fyrri hálfleik þar sem þeir voru að spila frábæran sóknarleik. Við vissum það þegar við fórum inn í hálfleikinn að við ættum gríðarlega mikið inni. Eftir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þá fundum við að við værum komnir með þá. Við komust yfir þegar 22 mínútur voru eftir að eftir það var þetta engin spurning. Við spiluðum frábæra sókn og fengum síðan vörn og markvörslu í gang í seinni hálfleik," segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hópur stendur sig vel á stórmóti. „Við fórum í undanúrslit á EM í Tékklandi í fyrra þar sem að við töpuðum fyrir Þjóðverjum. Það kemur ekkert á óvart að við séum komnir aftir svona langt en á svona mótum þarf að vinna réttu leikina og hitta á rétta daginn," segir Einar Andri. Aron að koma sterkur upp eftir erfið meiðsliRagnar Jóhannsson hefur spilað vel með 19 ára landsliðinu á HM í Túnis.Mynd/AntonAron Pálmarsson er fyrirliði og leiðtogi liðsins en hann er komast í gang á ný eftir meiðsli. „Aron kom í raunninni bara í fyrsta skiptið upp á móti Norðmönnum. Við erum búnir að vera að halda niðri leiktímanum hjá honum en hann er búinn að vera að bæta í hægt og rólega," sagði Einar Andri sem nefnir líka fleiri leikmenn sem hafa spilað vel á mótinu.„Ragnar Jóhannsson, örvhent skytta frá Selfossi, er búinn að vera frábær sem og Ólafur Guðmundsson. Það má líka nefna fleiri leikmenn í liðinu því það hafa allir verið að skila sínu," segir Einar Andri.Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaður frá Selfossi, og Ólafur Guðmundsson, skytta úr FH eru markahæsti leikmenn liðsins með 30 mörk í fimm leikjum en Róbert hefur skorað 28 mörk.„Það eru margir leikmenn hérna sem eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn og það er ekki langt í það. Liðið hefur fína breidd og það eru allir að skila sínu og leggja sig fram í þetta," segir Einar og bætir við:„Þetta er rosalega þéttur og samstilltur hópur. Við Einar erum búnir að vera má þá í fjögur ár og höfum spilað sama leikstíl og lagt þetta upp eins öll árin. Menn vita alveg að hverju þeir ganga," segir Einar. Leikurinn á móti Túnis hefst klukkan 19.00 á morgun að íslenskum tíma."Við vitum voða lítið um Túnisliðið en það er rosaleg stemmning með þeim hérna og fullt hús á öllum leikjum þeirra. Þeir spila framliggjandi og grimmar vörn og það eru mikil læti í þeim. Þeir eru mjög vel spilandi og eru búnir að koma gríðarlega mikið á óvart," segir Einar Andri um mótherja morgundagsins.„Þetta er bara jafn og spennandi leikur sem getur farið hvernig sem er. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að klára það," sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og í rauninni framar vonum miðað við hvernig undirbúningurinn var hjá okkur. Það voru mikið af meiðslum hjá okkur í sumar og við misstum síðan lykilmann út rétt fyrir mótið þegar Sigurður Ágústsson sleit krossband. Þetta er búið að vera flott mót og við erum búnir að bæta okkur í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins. Einar Andri þjálfar liðið ásamt nafna sínum Einari Guðmundssyni. Hann segir að sigurinn á Frökkum í riðlinum hafi gefið íslenska liðinu mikið. „Við náðum upp rosalegri stemmningu fyrir þann leik og spiluðum frábæran handbolta. Þeir eru alveg með mannskap til þess að vinna þetta mót. Við hittum á rétta leikinn þar og þessi sigur hleypti í sjálfstrausti og stemmningu inn í liðið," segir Einar Andri. Íslensku strákarnir tryggðu sér inn í undanúrslitin með 43-37 sigri á Norðmönnum í átta liða úrslitum. „Við vorum í basli í fyrri hálfleik þar sem þeir voru að spila frábæran sóknarleik. Við vissum það þegar við fórum inn í hálfleikinn að við ættum gríðarlega mikið inni. Eftir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þá fundum við að við værum komnir með þá. Við komust yfir þegar 22 mínútur voru eftir að eftir það var þetta engin spurning. Við spiluðum frábæra sókn og fengum síðan vörn og markvörslu í gang í seinni hálfleik," segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hópur stendur sig vel á stórmóti. „Við fórum í undanúrslit á EM í Tékklandi í fyrra þar sem að við töpuðum fyrir Þjóðverjum. Það kemur ekkert á óvart að við séum komnir aftir svona langt en á svona mótum þarf að vinna réttu leikina og hitta á rétta daginn," segir Einar Andri. Aron að koma sterkur upp eftir erfið meiðsliRagnar Jóhannsson hefur spilað vel með 19 ára landsliðinu á HM í Túnis.Mynd/AntonAron Pálmarsson er fyrirliði og leiðtogi liðsins en hann er komast í gang á ný eftir meiðsli. „Aron kom í raunninni bara í fyrsta skiptið upp á móti Norðmönnum. Við erum búnir að vera að halda niðri leiktímanum hjá honum en hann er búinn að vera að bæta í hægt og rólega," sagði Einar Andri sem nefnir líka fleiri leikmenn sem hafa spilað vel á mótinu.„Ragnar Jóhannsson, örvhent skytta frá Selfossi, er búinn að vera frábær sem og Ólafur Guðmundsson. Það má líka nefna fleiri leikmenn í liðinu því það hafa allir verið að skila sínu," segir Einar Andri.Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaður frá Selfossi, og Ólafur Guðmundsson, skytta úr FH eru markahæsti leikmenn liðsins með 30 mörk í fimm leikjum en Róbert hefur skorað 28 mörk.„Það eru margir leikmenn hérna sem eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn og það er ekki langt í það. Liðið hefur fína breidd og það eru allir að skila sínu og leggja sig fram í þetta," segir Einar og bætir við:„Þetta er rosalega þéttur og samstilltur hópur. Við Einar erum búnir að vera má þá í fjögur ár og höfum spilað sama leikstíl og lagt þetta upp eins öll árin. Menn vita alveg að hverju þeir ganga," segir Einar. Leikurinn á móti Túnis hefst klukkan 19.00 á morgun að íslenskum tíma."Við vitum voða lítið um Túnisliðið en það er rosaleg stemmning með þeim hérna og fullt hús á öllum leikjum þeirra. Þeir spila framliggjandi og grimmar vörn og það eru mikil læti í þeim. Þeir eru mjög vel spilandi og eru búnir að koma gríðarlega mikið á óvart," segir Einar Andri um mótherja morgundagsins.„Þetta er bara jafn og spennandi leikur sem getur farið hvernig sem er. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að klára það," sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira