Formenn og foringjar Jón Kaldal skrifar 17. september 2009 06:00 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar