Varúð vegna alvöru Jón Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2009 00:01 Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar