Líklegt að Noregur verði fyrst iðnríkja til að hækka stýrivexti 31. júlí 2009 08:34 Seðlabanki Noregs gæti orðið fyrsti seðlabanki iðnríkjanna að hefja hækkun stýrivaxta eftir niðursveifluna sem riðið hefur yfir heimsbyggðina, vegna merkja um bata og aukinn verðbólguþrýsting. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að verðbólguþrýstingur innanlands mun að öllum líkindum verða megin ástæða fyrir því að seðlabankinn gæti orðið einn af fyrstu, ef ekki fyrsti, seðlabanki iðnríkjanna til að hækka vexti, telur sérfræðingur sem fréttaveitan hafði samband við. Bætti hann því við að markaðsaðilar telji líkur á vaxtahækkunarferli hefjist í byrjun næsta árs. Noregur, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi í heimi, hefur siglt lygnari sjó en flest önnur lönd í ólgusjó niðursveiflunnar. Því má þakka stöðugum fjárfestingum í olíugeiranum, sem stendur að baki fjórðungi landsframleiðslunnar. Sögulega lágur fjármagnskostnaður og stærsti aðgerðapakki til örvunar efnahagslífs í Noregi í yfir þrjá áratugi hafa hjálpað til við að draga úr áhrifum niðursveiflunnar, en eru nú áhættuþættir í of mikilli hitnun hagkerfisins. Stýrivextir hafa alls verið lækkaðir sjö sinnum frá því í september í fyrra úr 5,75% niður í 1,25%, en þeir hafa aldrei verið jafn lágir þar í landi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, hefur heitið jafngildi 3% af landsframleiðslu að frádreginni olíuframleiðslu í örvunaraðgerðir á vinnumarkaði, en kosningar eru í Noregi í haust. Aðgerðir yfirvalda til að koma landinu í gegnum fyrstu niðursveifluna sem orðið hefur síðustu 20 ár hefur aukið innlenda eftirspurn umtalsvert, en smásala jókst um 2,6% á milli mánaða í maí. Þá hefur verðbólga verið yfir 2,5% markmiði seðlabankans frá því í júní á síðasta ári. Vextir á fasteignalánum Norðmanna eru fljótandi og tengdir stýrivöxtum, og hafa breytingar á stýrivöxtum því skjót áhrif á fjármögnunarkostnað heimilanna. Auk þess er atvinnuöryggi mikið og fasteignaverð hefur hækkað um ríflega 5% síðustu þrjá mánuði. Því hefur fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, séð ástæðu til þess að beina þeim tilmælum til fólks að leggja ekki í óhóflega neyslu og óttast að sumir fjárfesti í fasteignum á þeirri forsendu að vextir muni haldast lágir í mörg ár í viðbót. Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) spáir því að norska hagkerfið dragist saman um 1,5% á þessu ári í Noregi en að 0,9% hagvöxtur mælist strax á næsta ári, samanborið við 4,8% samdrátt á evrusvæðinu á þessu ári og engum vexti á því næsta. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Noregs gæti orðið fyrsti seðlabanki iðnríkjanna að hefja hækkun stýrivaxta eftir niðursveifluna sem riðið hefur yfir heimsbyggðina, vegna merkja um bata og aukinn verðbólguþrýsting. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að verðbólguþrýstingur innanlands mun að öllum líkindum verða megin ástæða fyrir því að seðlabankinn gæti orðið einn af fyrstu, ef ekki fyrsti, seðlabanki iðnríkjanna til að hækka vexti, telur sérfræðingur sem fréttaveitan hafði samband við. Bætti hann því við að markaðsaðilar telji líkur á vaxtahækkunarferli hefjist í byrjun næsta árs. Noregur, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi í heimi, hefur siglt lygnari sjó en flest önnur lönd í ólgusjó niðursveiflunnar. Því má þakka stöðugum fjárfestingum í olíugeiranum, sem stendur að baki fjórðungi landsframleiðslunnar. Sögulega lágur fjármagnskostnaður og stærsti aðgerðapakki til örvunar efnahagslífs í Noregi í yfir þrjá áratugi hafa hjálpað til við að draga úr áhrifum niðursveiflunnar, en eru nú áhættuþættir í of mikilli hitnun hagkerfisins. Stýrivextir hafa alls verið lækkaðir sjö sinnum frá því í september í fyrra úr 5,75% niður í 1,25%, en þeir hafa aldrei verið jafn lágir þar í landi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, hefur heitið jafngildi 3% af landsframleiðslu að frádreginni olíuframleiðslu í örvunaraðgerðir á vinnumarkaði, en kosningar eru í Noregi í haust. Aðgerðir yfirvalda til að koma landinu í gegnum fyrstu niðursveifluna sem orðið hefur síðustu 20 ár hefur aukið innlenda eftirspurn umtalsvert, en smásala jókst um 2,6% á milli mánaða í maí. Þá hefur verðbólga verið yfir 2,5% markmiði seðlabankans frá því í júní á síðasta ári. Vextir á fasteignalánum Norðmanna eru fljótandi og tengdir stýrivöxtum, og hafa breytingar á stýrivöxtum því skjót áhrif á fjármögnunarkostnað heimilanna. Auk þess er atvinnuöryggi mikið og fasteignaverð hefur hækkað um ríflega 5% síðustu þrjá mánuði. Því hefur fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, séð ástæðu til þess að beina þeim tilmælum til fólks að leggja ekki í óhóflega neyslu og óttast að sumir fjárfesti í fasteignum á þeirri forsendu að vextir muni haldast lágir í mörg ár í viðbót. Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) spáir því að norska hagkerfið dragist saman um 1,5% á þessu ári í Noregi en að 0,9% hagvöxtur mælist strax á næsta ári, samanborið við 4,8% samdrátt á evrusvæðinu á þessu ári og engum vexti á því næsta.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira