Playboy til sölu, Virgin hugsanlegur kaupandi 25. maí 2009 08:43 Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail hefur Playboy tímaritið stöðugt tapað áskrifendum og kaupendum á síðustu árum eftir að klám varð algengara á netinu. Þetta hefur leitt til þess að síðustu fimm ársfjórðungar hafa skilað félaginu tapi. Nú síðast á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tapið um 1,8 milljarði kr. Playboy hefur mætt þessu með niðurskurði og hagræðingaraðgerðum. Þannig er búið að reka um 25% af starfsmönnum tímaritsins á síðustu mánuðum. Tveir banarískir fjárfestingarsjóðir hafa, að sögn Daily Mail, þegar hafnað tilboði frá Playboy um kaupin en Virgin Media mun vera að skoða málið. Söluverðið mun eiga að duga fyrir því að Hefner geti haldið áfram að lifa í þeim lúxus sem hann er orðinn vanur. Dóttir hans, Christie, lét af störfum sem forstjóri Playboy í janúar s.l. og hefur nú alfarið hætt afskiptum af félaginu. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail hefur Playboy tímaritið stöðugt tapað áskrifendum og kaupendum á síðustu árum eftir að klám varð algengara á netinu. Þetta hefur leitt til þess að síðustu fimm ársfjórðungar hafa skilað félaginu tapi. Nú síðast á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tapið um 1,8 milljarði kr. Playboy hefur mætt þessu með niðurskurði og hagræðingaraðgerðum. Þannig er búið að reka um 25% af starfsmönnum tímaritsins á síðustu mánuðum. Tveir banarískir fjárfestingarsjóðir hafa, að sögn Daily Mail, þegar hafnað tilboði frá Playboy um kaupin en Virgin Media mun vera að skoða málið. Söluverðið mun eiga að duga fyrir því að Hefner geti haldið áfram að lifa í þeim lúxus sem hann er orðinn vanur. Dóttir hans, Christie, lét af störfum sem forstjóri Playboy í janúar s.l. og hefur nú alfarið hætt afskiptum af félaginu.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira