Verð á demöntum hefur hrapað milli ára 26. júlí 2009 09:43 Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum. De Beers stendur að baki sölu á 40% af öllum hrá- eða óslípuðum demöntum í heiminum. Samkvæmt ársuppgjöri félagsins féll salan á demöntum um 57% á fyrri helmingi ársins í ár og nam um 180 milljörðum kr. Samkvæmt frétt í blaðinu Wall Street Journal reynir De Beers nú að koma í veg fyrir að markaðurinn með hrádementa falli alveg saman. Eftirspurnin hefur minnkað gífurlega með samsvarandi verð lækkunum. Af þeim sökum ætlar De Beers að draga verulega úr framleiðslu sinni. Á síðasta ári gaf námuvinnsla félagsins af sér um 9,6 tonn af demöntum. De Beers hefur neyðst til að fá 500 milljón dollara lán frá eigendum sínum til að halda rekstrinum gangandi. Og þessa stundina á félagið í samningum við eigendurna um endurfjármögnun á 1,5 milljarða dollara skuldum sínum. Þrátt fyrir teikn á lofti um að eftirspurnin sé aftur að aukast á Indlandi og í Kína spá sérfræðingar að demantamarkaðurinn muni ekki taka við sér að ráði fyrr en undir lok næsta árs. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum. De Beers stendur að baki sölu á 40% af öllum hrá- eða óslípuðum demöntum í heiminum. Samkvæmt ársuppgjöri félagsins féll salan á demöntum um 57% á fyrri helmingi ársins í ár og nam um 180 milljörðum kr. Samkvæmt frétt í blaðinu Wall Street Journal reynir De Beers nú að koma í veg fyrir að markaðurinn með hrádementa falli alveg saman. Eftirspurnin hefur minnkað gífurlega með samsvarandi verð lækkunum. Af þeim sökum ætlar De Beers að draga verulega úr framleiðslu sinni. Á síðasta ári gaf námuvinnsla félagsins af sér um 9,6 tonn af demöntum. De Beers hefur neyðst til að fá 500 milljón dollara lán frá eigendum sínum til að halda rekstrinum gangandi. Og þessa stundina á félagið í samningum við eigendurna um endurfjármögnun á 1,5 milljarða dollara skuldum sínum. Þrátt fyrir teikn á lofti um að eftirspurnin sé aftur að aukast á Indlandi og í Kína spá sérfræðingar að demantamarkaðurinn muni ekki taka við sér að ráði fyrr en undir lok næsta árs.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira