Einangrun Þorsteins Pálssonar Ögmundur Jónasson skrifar 12. október 2009 06:00 Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar