Hraðmeðferð fyrir Ísland inn í ESB veldur vandræðum 20. júlí 2009 10:49 Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt." Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt."
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira