Njarðvíkingar hafa ákveðið að styrkja sig fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla og fengið til liðs við sig erlendan leikmann að nafni Kevin Jolley.
Þetta kemur fram á karfan.is en hann spilaði síðast með liði í Portúgal. Hann er tveir metrar á hæð og spilar sem kraftframherji.
Nú er nýhafinn leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar og er Jolley ekki með liði Njarðvíkur í kvöld.
Körfubolti