Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og bílaframleiðenda sem mest lækkuðu. Bréf Honda lækkuðu um sjö prósent vegna styrkingar jensins gagnvart dollar en mikið af bílum Honda fer á Bandaríkjamarkað. Þá lækkuðu bréf Woolworths-smásöluverslananna í Ástralíu um rúmlega tvö prósent en atvinnuleysi í Ástralíu hefur einnig aukist hröðum skrefum og hefur ekki verið meira í fjögur ár.
Honda lækkaði um sjö prósent
