Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis 25. mars 2009 09:05 Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. Fari svo að ekki fáist nema 5 milljarðar evra fyrir Actavis er Björgólfur Thor heppin ef hann sleppur á sléttu úr sölunni því fram hefur komið að bara Deutche Bank á veð í félaginu fyrir hátt í þá upphæð eða rúmlega 4 milljarða evra. Það sem veldur því að söluverð Actavis er nú talið lægra en það var talið fyrir um 2 mánuðum síðan er einkum að fleiri samheitalyfjafyfirtæki eru einnig til sölu í augnablikinu. Má þar nefna sem dæmi hið þýska Ratipharm sem er í eigu Merckle fjölskyldunnar. Samkvæmt Reuters eru fáir kaupendur til staðar á samheitalyfjafyrirtækjum en framboðið á þeim er töluvert. Beatrice Muzard greinandi hjá Naitixis Securities, sem tali í janúar að 7 milljarðar evra væru raunhæft verð, segir nú að 5 milljarðar evra séu nærri lagi. Að mati Muzard kemur tvennt til að samheitalyfjafyrirtæki eru ekki eins áhugaverð á áður. Kreppan hefur dregið úr hagnaðarvæntingum og vandamál með gjaldmiðla þjóða í mið- og austurhluta Evrópu hafa einnig dregið úr hagnaðarmöguleikum á þeim mörkuðum. Actavis er nú í sölumeðferð og hafa nokkur félög verið nefnd sem hugsanlegir kaupendur. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. Fari svo að ekki fáist nema 5 milljarðar evra fyrir Actavis er Björgólfur Thor heppin ef hann sleppur á sléttu úr sölunni því fram hefur komið að bara Deutche Bank á veð í félaginu fyrir hátt í þá upphæð eða rúmlega 4 milljarða evra. Það sem veldur því að söluverð Actavis er nú talið lægra en það var talið fyrir um 2 mánuðum síðan er einkum að fleiri samheitalyfjafyfirtæki eru einnig til sölu í augnablikinu. Má þar nefna sem dæmi hið þýska Ratipharm sem er í eigu Merckle fjölskyldunnar. Samkvæmt Reuters eru fáir kaupendur til staðar á samheitalyfjafyrirtækjum en framboðið á þeim er töluvert. Beatrice Muzard greinandi hjá Naitixis Securities, sem tali í janúar að 7 milljarðar evra væru raunhæft verð, segir nú að 5 milljarðar evra séu nærri lagi. Að mati Muzard kemur tvennt til að samheitalyfjafyrirtæki eru ekki eins áhugaverð á áður. Kreppan hefur dregið úr hagnaðarvæntingum og vandamál með gjaldmiðla þjóða í mið- og austurhluta Evrópu hafa einnig dregið úr hagnaðarmöguleikum á þeim mörkuðum. Actavis er nú í sölumeðferð og hafa nokkur félög verið nefnd sem hugsanlegir kaupendur.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira