Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár 25. ágúst 2009 11:30 Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana. Mynd/ AFP. Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira