FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð 6. maí 2009 08:14 FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira