Stofna nýja banka 9. febrúar 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um bankastarfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn þessi: 1. Bankar eru um allan heim gjaldþrota. 2. Lækkandi húsnæðisverð leiðir til þess að ekki verður lengur hægt að fjármagna neyslu með lánum gegn veði í húsum. 3. Flestir einblína á að greiða niður skuldir og spara meira. Slíkt er gott fyrir einstaklinga og að hóflegu marki fyrir efnahagslífið í heild til lengri tíma. 4. Til skemmri tíma dregur þetta til enn frekari samdráttar. 5. Ofangreindir liðir koma til með að viðhalda aukningu atvinnuleysis næstu misseri. Eins og tíðrætt er orðið er svipar ástandinu mikið til kreppunnar miklu. Þó svo að hlutabréfavísitölur hafi ekki (enn) fallið jafn mikið og þær gerðu á fyrstu 3 árum fjórða áratugarins þá hefur gengi hlutabréfa margra af stærstu fjármálafyrirtækja heims fallið um meira en 90% og líkt og á Íslandi hafa sum þeirra jafnvel orðið verðlaus. Annað sambærilegt í kreppunni miklu og ástandsins í dag er að margir sparifjáreigendur sem þá lögðu fé inn á bankabók lentu í þeirri stöðu að sparifé þeirra hvarf með falli bankanna. Eini munurinn hérlendis er að örugg höfn var í mörgum tilfellum skilgreind sem peningamarkaðssjóðir. Í kjölfar fjölda bankaþrota í kreppunni miklu voru ýmis lög sett til að hindra að leikurinn endurtæki sig. Fjármálastofnanir, sem margar hverjar höfðu notað fé frá innstæðueigendum til að veðja í stórum stíl á hlutabréfamarkaðinn, voru settar skorður varðandi starfsemi sína og var þeim gert að einbeita sér annaðhvort að fjárfestingarstarfsemi eða inn- og útlánastarfsemi. Auk þess var innstæðutryggingarkerfi komið á fót til að byggja traust almennings á innstæðu sinni í bönkum á nýjan leik. Þessi aðskilnaður hélst til ársins 1999. Afnám þessa aðskilnaðar er stór ástæða þess vanda sem fjármálakerfið glímir við í dag. Eftir hjöðnun netbólunnar voru sett ýmsar reglur varðandi eftirlit á fjármálafyrirtækjum með það í huga að tryggja hag viðskiptavina varðandi fjárfestingar og að hafa taumhald á áhættusækni fjármálastofnanna. Þessar reglugerðir eru hins vegar í mörgum tilfellum meingallaðar, styðjast oft um of við tölfræðilegar upplýsingar og er í mörgum tilfellum auðvelt að sniðganga. Hugsanleg skýring er að litið hafi verið á að þær hafi tekið tillit til allra grundvallaratriða varðandi áhættustýringu, sem nánast er ómögulegt með regluverki í flóknum og samtvinnuðum heimi fjármálageirans. Ákveðinn tímamót eiga sér í dag, tímamót þar sem að þeir sem eru fremstir og bestir í að aðlaga sig að nýjum aðstæðum verða leiðandi í „nýrri" framtíð sem byggist á trausti. Rökrétt framhald er því að grundvallarspurningar verði bornar upp um fjármálakerfið í heild, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á alþjóðavísu. Einstaklingsþjónusta Gera má sterklega ráð fyrir því að skil verði sett á nýjan leik settur á milli fjárfestingabanka og hefðbundinna innlánsstofnanna. Hvað einstaklingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja varðar felst sérhæfing að mestu í að skilgreina áhættuálag viðskiptavina og yfirfara einfaldar viðskiptaáætlanir. Slík inn- og útlánaþjónusta gæti hæglega verið sinnt hér af aðeins 2 stofnunum og lægi beint við að sameinaður ríkisbanki og sparisjóðir sæu um þá þjónustu. Þó svo að mögulegt sé að viðhalda verðbréfastarfsemi innan slíkra stofnana þá hljóta tækifæri nú að vera til staðar við að stofna sérhæfð eigna- og sjóðastýringafyrirtæki. Mörg slík fyrirtæki eru í Bandaríkjunum enda er þeirra eini hagur að hámarka ávöxtun viðskiptavina sinna. Fyrirtækja-bankar Til að auka gegnsæi og traust almennings gagnvart bönkum er rétt að athuga hvort að hagkvæmt væri að taka stærstu útlánin til hliðar og mynda í kringum þau sér einingar. Þau stóru útlán sem nú þegar eru til staðar verða í mörgum tilfellum endurskipulögð (nokkrir endurreisnarsjóðir eru nú þegar í bígerð). Önnur ný lán verða aftur á móti ekki fjármögnuð á sömu nótum og áður. Breytingarnar verða í nokkrum atriðum: • Fjármögnun verður ekki byggð á innlánum - ótraust leið sem fellur um sjálfa sig um leið og vantraust á stöðu fjármálastofnunar kemur fram, hugsanlega einmitt þegar að mest áríðandi er að halda fjármagni innanhúss. • Fjármögnun verður ekki með skammtímalánum - ein af helstu ástæðum núverandi vandræða er að skammtímafjármögnun var notuð til langtímafjármögnunar í trausti þess að skammtímamarkaðurinn héldist skilvirkur en er nú stopp. • Lánaflokkar verða skilvirkari - mismunandi ávöxtunarkröfur verða gerðar til mismunandi „tegunda" útlána, sem er ef til vill ekkert nýtt, en lánaverkefni verða betur aðskilin. Þetta leiðir til þess að nokkurs konar stofnunnar fyrirtækja-banka. Verkefni verða skilgreind miðað við áhættu og ávöxtunarkröfu. Í stað þess að lagður sé peningur í banka og því illa skilgreind verkefni, nokkurs konar hrærigraut frá sjónarhorni lánveitenda, þá er fjármagni beint í ákveðin verkefni til ákveðins tíma. Þessi uppsetning gæti skapað trausti á íslensku fjármálalífi og virkjað þá þekkingu sem hér hefur skapast með skilvirkum leiðum á nýjan leik. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um bankastarfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn þessi: 1. Bankar eru um allan heim gjaldþrota. 2. Lækkandi húsnæðisverð leiðir til þess að ekki verður lengur hægt að fjármagna neyslu með lánum gegn veði í húsum. 3. Flestir einblína á að greiða niður skuldir og spara meira. Slíkt er gott fyrir einstaklinga og að hóflegu marki fyrir efnahagslífið í heild til lengri tíma. 4. Til skemmri tíma dregur þetta til enn frekari samdráttar. 5. Ofangreindir liðir koma til með að viðhalda aukningu atvinnuleysis næstu misseri. Eins og tíðrætt er orðið er svipar ástandinu mikið til kreppunnar miklu. Þó svo að hlutabréfavísitölur hafi ekki (enn) fallið jafn mikið og þær gerðu á fyrstu 3 árum fjórða áratugarins þá hefur gengi hlutabréfa margra af stærstu fjármálafyrirtækja heims fallið um meira en 90% og líkt og á Íslandi hafa sum þeirra jafnvel orðið verðlaus. Annað sambærilegt í kreppunni miklu og ástandsins í dag er að margir sparifjáreigendur sem þá lögðu fé inn á bankabók lentu í þeirri stöðu að sparifé þeirra hvarf með falli bankanna. Eini munurinn hérlendis er að örugg höfn var í mörgum tilfellum skilgreind sem peningamarkaðssjóðir. Í kjölfar fjölda bankaþrota í kreppunni miklu voru ýmis lög sett til að hindra að leikurinn endurtæki sig. Fjármálastofnanir, sem margar hverjar höfðu notað fé frá innstæðueigendum til að veðja í stórum stíl á hlutabréfamarkaðinn, voru settar skorður varðandi starfsemi sína og var þeim gert að einbeita sér annaðhvort að fjárfestingarstarfsemi eða inn- og útlánastarfsemi. Auk þess var innstæðutryggingarkerfi komið á fót til að byggja traust almennings á innstæðu sinni í bönkum á nýjan leik. Þessi aðskilnaður hélst til ársins 1999. Afnám þessa aðskilnaðar er stór ástæða þess vanda sem fjármálakerfið glímir við í dag. Eftir hjöðnun netbólunnar voru sett ýmsar reglur varðandi eftirlit á fjármálafyrirtækjum með það í huga að tryggja hag viðskiptavina varðandi fjárfestingar og að hafa taumhald á áhættusækni fjármálastofnanna. Þessar reglugerðir eru hins vegar í mörgum tilfellum meingallaðar, styðjast oft um of við tölfræðilegar upplýsingar og er í mörgum tilfellum auðvelt að sniðganga. Hugsanleg skýring er að litið hafi verið á að þær hafi tekið tillit til allra grundvallaratriða varðandi áhættustýringu, sem nánast er ómögulegt með regluverki í flóknum og samtvinnuðum heimi fjármálageirans. Ákveðinn tímamót eiga sér í dag, tímamót þar sem að þeir sem eru fremstir og bestir í að aðlaga sig að nýjum aðstæðum verða leiðandi í „nýrri" framtíð sem byggist á trausti. Rökrétt framhald er því að grundvallarspurningar verði bornar upp um fjármálakerfið í heild, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á alþjóðavísu. Einstaklingsþjónusta Gera má sterklega ráð fyrir því að skil verði sett á nýjan leik settur á milli fjárfestingabanka og hefðbundinna innlánsstofnanna. Hvað einstaklingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja varðar felst sérhæfing að mestu í að skilgreina áhættuálag viðskiptavina og yfirfara einfaldar viðskiptaáætlanir. Slík inn- og útlánaþjónusta gæti hæglega verið sinnt hér af aðeins 2 stofnunum og lægi beint við að sameinaður ríkisbanki og sparisjóðir sæu um þá þjónustu. Þó svo að mögulegt sé að viðhalda verðbréfastarfsemi innan slíkra stofnana þá hljóta tækifæri nú að vera til staðar við að stofna sérhæfð eigna- og sjóðastýringafyrirtæki. Mörg slík fyrirtæki eru í Bandaríkjunum enda er þeirra eini hagur að hámarka ávöxtun viðskiptavina sinna. Fyrirtækja-bankar Til að auka gegnsæi og traust almennings gagnvart bönkum er rétt að athuga hvort að hagkvæmt væri að taka stærstu útlánin til hliðar og mynda í kringum þau sér einingar. Þau stóru útlán sem nú þegar eru til staðar verða í mörgum tilfellum endurskipulögð (nokkrir endurreisnarsjóðir eru nú þegar í bígerð). Önnur ný lán verða aftur á móti ekki fjármögnuð á sömu nótum og áður. Breytingarnar verða í nokkrum atriðum: • Fjármögnun verður ekki byggð á innlánum - ótraust leið sem fellur um sjálfa sig um leið og vantraust á stöðu fjármálastofnunar kemur fram, hugsanlega einmitt þegar að mest áríðandi er að halda fjármagni innanhúss. • Fjármögnun verður ekki með skammtímalánum - ein af helstu ástæðum núverandi vandræða er að skammtímafjármögnun var notuð til langtímafjármögnunar í trausti þess að skammtímamarkaðurinn héldist skilvirkur en er nú stopp. • Lánaflokkar verða skilvirkari - mismunandi ávöxtunarkröfur verða gerðar til mismunandi „tegunda" útlána, sem er ef til vill ekkert nýtt, en lánaverkefni verða betur aðskilin. Þetta leiðir til þess að nokkurs konar stofnunnar fyrirtækja-banka. Verkefni verða skilgreind miðað við áhættu og ávöxtunarkröfu. Í stað þess að lagður sé peningur í banka og því illa skilgreind verkefni, nokkurs konar hrærigraut frá sjónarhorni lánveitenda, þá er fjármagni beint í ákveðin verkefni til ákveðins tíma. Þessi uppsetning gæti skapað trausti á íslensku fjármálalífi og virkjað þá þekkingu sem hér hefur skapast með skilvirkum leiðum á nýjan leik. Höfundur er fjármálafræðingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun