Útlendingar mjólka danska skattkerfið 23. september 2009 09:54 Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira