Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum 6. október 2009 11:03 Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar." Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar."
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira