Kjell Inge Rökke og frú leysa til sín tæpa 9 milljarða í hagnað 29. júní 2009 10:35 Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira