Fótbolti

Hertha búið að semja við Liverpool um kaup á Voronin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Voronin kann vel við sig í Berlínarborg.
Andrei Voronin kann vel við sig í Berlínarborg. Mynd/GettyImages

Hertha Berlin gaf það út í dag að liðið væri búið að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool um að kaupa Úkraínumanninn Andrei Voronin. Kaupin standa þó og falla með því að Berlínarliðið komist í Meistaradeildina.

Andrei Voronin, sem er í láni frá Liverpool, hefur spilað frábærlega fyrir Herthu að undanförnu og á mikinn þátt í því að liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Voronin hefur skoraði 11 mörk í 21 leik í vetur en þar af hafa átta markanna komið í síðustu sjö leikjum.

Kaupverð Hertha Berlin á Voronin er sagt vera fjórar milljónir evra en hann sjálfur vill ólmur halda áfram að spila í Berlín. Hann fann sig aldrei hjá Liverpool en kann greinilega vel við sig í þýska boltanum.

Lucien Favre, þjálfari Herthu hefur gefið það út að félagið hafi ekki efni á því að kaupa nýja leikmenn í sumar en það sé nauðsynlegt fyrir liðið að halda Voronin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×