Fótbolti

Friedrich úr leik hjá Hertha

Nordic Photos/Getty Images

Lið Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli. Fyrirliðinn og þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich verður frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann hlaut um síðustu helgi.

Þetta er reiðarslag fyrir Hertha-liðið sem keppir nú að því að landa sínum fyrsta meistaratitli síðan árið 1931.

Hertha er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 49 stig þegar átta umferðir eru eftir og er aðeins tveimur stigum á eftir Wolfsburg sem er í efsta sætinu og Hamburg sem er í öðru sæti - einnig með 51 stig. Þýsku deildinni lýkur þann 23. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×