Af lýðræðishalla ESB 23. janúar 2009 05:00 Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar