Íbúar í Huddersfield fá enn ekkert út úr Icesave 7. febrúar 2009 11:05 Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Um einn milljarður sterlingspunda af skattfé þeirra, eða tæpir 170 milljarðar króna, voru frystir þegar að Landsbankinn hrundi í október. Þar á meðal var ein milljón sterlingspunda, eða um 170 milljónir, frá sveitastjórninni í Kirklees. Á vef breska blaðsins Huddersfield Daily kemur fram að Kirkless hafi átt að fá peningana til baka í síðasta mánuði. Í gær hafi hins vegar verið upplýst að ekkert hefði verið greitt. „Ég kannaði málið í þessari viku og við höfum ekki enn fengið peningana greidda," sagði varaforseti bæjarstjórnar, Kath Pinnock. Pinock segir að Kirklees hafi bundist samtökum við nokkur önnur sveitafélög sem lögðu fé inn í Landsbankann til þess að gera kröfu í innistæður sínar. Pinnock hét því að gera það sem í hennar valdi stæði til að ná peningum sveitarfélagsins til baka. „Ísland er beinlínis gjaldþrota og margir munu líða fyrir það, en útsvarsgreiðendur í Kirklees munu ekki þurfa að líða, fái ég einhverju ráðið," sagði Pinnock. Huddersfield er 146 þúsund manna þéttbýliskjarni um 310 kílómetrum norður af Lundúnum. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Um einn milljarður sterlingspunda af skattfé þeirra, eða tæpir 170 milljarðar króna, voru frystir þegar að Landsbankinn hrundi í október. Þar á meðal var ein milljón sterlingspunda, eða um 170 milljónir, frá sveitastjórninni í Kirklees. Á vef breska blaðsins Huddersfield Daily kemur fram að Kirkless hafi átt að fá peningana til baka í síðasta mánuði. Í gær hafi hins vegar verið upplýst að ekkert hefði verið greitt. „Ég kannaði málið í þessari viku og við höfum ekki enn fengið peningana greidda," sagði varaforseti bæjarstjórnar, Kath Pinnock. Pinock segir að Kirklees hafi bundist samtökum við nokkur önnur sveitafélög sem lögðu fé inn í Landsbankann til þess að gera kröfu í innistæður sínar. Pinnock hét því að gera það sem í hennar valdi stæði til að ná peningum sveitarfélagsins til baka. „Ísland er beinlínis gjaldþrota og margir munu líða fyrir það, en útsvarsgreiðendur í Kirklees munu ekki þurfa að líða, fái ég einhverju ráðið," sagði Pinnock. Huddersfield er 146 þúsund manna þéttbýliskjarni um 310 kílómetrum norður af Lundúnum.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira