Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs 10. nóvember 2009 08:10 Marc Deier. Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota. Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota.
Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira