Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs 10. nóvember 2009 08:10 Marc Deier. Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira