Ofurkokkurinn Gordon Ramsey í fjárhagsvandræðum 6. mars 2009 14:32 Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS). Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys. Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi. Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr.. Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut. Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS). Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys. Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi. Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr.. Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut. Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira