Raunhæft og róttækt samkomulag 16. desember 2009 06:00 Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun