Til stóð að fá Damon Johnson til að spila með Keflavík til loka leiktíðarinnar hér heima en ekkert varð úr því.
„Það er kreppa og við ætlum ekki að taka þessa fjárhagslegu áhættu núna," sagði Kristinn Guðmundsson, einn stjórnarmanna í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir.
Vísir greindi frá því í gær að Nick Bradford, sem einnig lék með Keflavík á sínum tíma, væri á leið til Grindavíkur.
Keflavík, eins og flest önnur í Iceland Express-deild karla, leystu erlenda leikmenn sína undan samningum sínum þegar kreppan skalla á í haust.