Viðskipti innlent

Spá verðbólgu undir ellefu prósentum

Dælt á bílinn. Fall krónunnar hefur skilað því að bensíndropinn hefur hækkað verulega.
Dælt á bílinn. Fall krónunnar hefur skilað því að bensíndropinn hefur hækkað verulega.
Greinendur spá því almennt að vísitala neysluverðs hækki um 0,3 til 0,5 prósent og muni verðbólga því mælast á bilinu 10,7 til 10,9 prósent í mánuðinum. Til samanburðar stóð verðbólgan í 11,9 prósentum í síðasta mánuði.

Hagfræðideild Landsbankans og greining Íslandsbanka segja báðar að breyting á matvöruverði og kostnaðarliðum tengdum ökutækjum og eldsneyti muni hífa vísitölu neysluverðs upp á sama tíma og húsnæðisliðir muni vega á móti. IFS Greiningu reiknast til að væntar verðbreytingar á innfluttum vörum séu ekki að fullu komnar fram þrátt fyrir fall krónu síðustu vikur. Sem dæmi er tekið fram að verð á kaffi, te og kakói hafi hækkað um tuttugu prósent síðastliðna þrjá mánuði og mjólkurvörum um níu prósent.

Meðalbreyting matarkörfu IFS á tímabilinu sýnir þó að verðið hafi lækkað um eitt prósent.

Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans gera ráð fyrir að draga muni hratt úr verðbólgu á næstu mánuði. Landsbankinn tekur fram að hún verði komin undir tíu prósent í sumar og bætir Íslandsbanki því við að hún geti verið komin í námunda við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í lok árs.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×