Innlent

Enn er allt óvíst um útkomu

Viðræður stóðu fram á nótt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem 130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að lagalega bindandi samkomulag náist.

Svandís Svavarsdóttir umhverfis­ráðherra hélt ræðu í stóra salnum seint í gærkvöldi. Þar staðfesti hún vilja Íslands til samflots við Evrópusambandið, sem mun að lágmarki hafa dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent árið 2020, miðað við 1990.

„Ísland telur að reyna verði að halda hlýnun loftslags jarðar undir 2° á celsíus. Útblástur gróðurhúsalofttegunda verður fljótt að ná hámarki og dragast síðan saman," sagði ráðherra í gær.- kóp /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×