Fótbolti

Kahn ræddi við Schalke

Nordic Photos / Getty Images

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Oliver Kahn hefur viðurkennt að hafa átt í viðræðum við forráðamenn úrvalsdeildarliðsins Schalke um lausa framkvæmdastjórastöðu.

Kahn neitaði í síðustu viku að hann væri á lausu og sagðist vera á leið til Asíu um langa hríð. Nú hefur hann viðurkennt að hafa rætt við Schalke.

"Þetta snýst um að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni," sagði Kahn í samtali við Spegilinn í Þýskalandi. "Ég hef rætt við Schalke en framhaldið er háð mörgum þáttum," sagði Kahn.

Schalke rak framkvæmdastjórann Andreas Müller fyrir skömmu og horfir til fyrrum Bayern markvarðarins til að taka við af honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×