Níundi nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun