ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum 4. desember 2009 09:23 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira