Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra 28. júlí 2009 11:59 Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira