Lögðu tæpa sex milljarða í íslensku bankana rétt fyrir hrun 26. mars 2009 10:03 Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira