Fótbolti

Werder Bremen vann þýska bikarinn í sjötta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Werder Bremen sjást hér fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld.
Leikmenn Werder Bremen sjást hér fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/AFP

Werder Bremen tryggði sér þýska bikarinn í sjötta sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik í Berlín í kvöld. Werder Bremen vann þýska bikarinn síðast fyrir fimm árum.

Það var miðjumaðurinn Mesut Ozil sem skoraði sigurmark Werder Bremen snemma í seinni hálfleiknum með skoti utarlega úr teignum. Diego lék sinn síðasta leik með Bremen og hélt upp á það með því að leggja upp sigurmarkið fyrir Ozil.

Þessi sigur tryggði Werder Bremen sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili en liðið tapaði á dögunum síðasta úrslitaleiknum í UEFA-bikarnum fyrir Shakhtar Donetsk frá Úkraínu.

Werder varð bikarmeistari 2004 þegar liðið vann 3-2 sigur á Alemannia Aachen í úrslitaleik en félagið varð einnig þýskur bikarmeistrari 1961, 1991, 1994 og 1999.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×