Sport

Hatton: Ég mun aldrei gleyma þessum degi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vel fór á með þeim Ricky Hatton og Muhammad Ali.
Vel fór á með þeim Ricky Hatton og Muhammad Ali. Nordic photos/AFP

Hnefaleikamaðurinn Ricky Hatton var þess heiðurs aðnjótandi að fá hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali í heimsókn í hnefaleikaæfingarsal sinn í Manchesterborg í dag en Ali er á ferðalagi um England þessa dagana til fjáröflunar fyrir góðgerðarsamtökin Muhammad Ali Center.

Hatton lýsir heimsókninni sem tilfinningaþrungni stund fyrir sig.

„Ég trúði varla mínum eigin augum. Besti íþróttamaður allra tíma kom í heimsókn í æfingarsalinn minn. Þetta var mjög tilfinningaþrungið og er klárlega dagur sem ég mun aldrei gleyma.

Ég hef séð upptökur frá bardögunum hans og þá sannfærðist ég um að hann væri sá besti af öllum. Hann gerði allt það sem fólkið vildi að hann myndi gera og hann hefur ekkert breyst með það að gera í dag og vinnur hörðum höndum að góðgerðarmálum þrátt fyrir veikindin," segir Hatton um hinn 67 ára gamla Ali sem hefur barist hatrammri baráttu við Parkinson sjúkdóminn síðan árið 1984.

Ali talaði ekkert við tilefnið en setti sig í hnefaleikastellingar með hnefana á lofti þegar hann sat fyrir á mynd með Hatton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×