Fótbolti

Tímasóun að bjóða í Pato

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pato fagnar marki í leik með AC Milan.
Pato fagnar marki í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að það væri alger tímasóun fyrir önnur félög að leggja fram tilboð í Brasilíumanninn Alexandre Pato. Þeim yrði umsvifalaust hafnað.

Chelsea var sagt í síðustu viku hafa boðið 60 milljónir evra í Pato en að Milan hafi hafnað því. Galliano sagði einnig tilboðið hafa verið hærra en það.

Pato er samningsbundinn AC Milan til loka tímabilsins 2012 en hann kom til félagsins fyrir tveimur árum síðan. AC Milan er þegar búið að missa annan Brasilíumann, Kaka, til Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×