Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu 23. apríl 2009 18:44 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins.Yfirlýsing umhverfisráðherra á Stöð 2 í gærkvöldi um að olíuleit á Drekasvæðinu samrýmdist ekki hugmyndafræði Vinstri grænna varð til þess að flokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að flokkurinn legðist ekki gegn olíuleit þar. Væntanlegri úthlutun rannsóknarleyfa í haust mun hins vegar einnig fylgja fyrirheit um olíuvinnslu og því lagði fréttamaður áherslu á það í viðtali við formann flokksins í dag að fá því svarað hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu. Þegar hér er komið sögu er Kristján Már Unnarsson fréttamaður búinn að ítreka fjórum sinnum spurningu um afstöðu til olíuvinnslu án þess að skýrt svar hafi fengist frá Steingrími."Ég tel að það sé í ágætu samræmi við okkar afstöðu til umhverfismála að þessar rannsóknir fari af stað."-En olíuvinnsla?"Við munum síðan gæta vel umhverfissjónarmiðanna varðandi til dæmis að það sé ekki tekin mengunaráhætta. Og síðan verður þetta auðvitað skoðað, þegar eða ef þar að kemur, í hvaða samhengi verður það við loftlagsmálin, losunarmálin og aðra slíka þætti. Þannig að afstaða okkar liggur fyrir og hún er skýr: Við erum hlynnt því að þessar rannsóknir fari af stað."-En þú svarar því ekki hvort olíuvinnsla eigi að fara af stað?"Ef hún reynist þarna raunhæf, þá svara menn því þegar þar að kemur í hvaða samhengi hún verður og í hvaða umgjörð hún verður. Á ég að reyna að svara þessu fyrir þig í fimmta sinn eða..?-Þið eruð að úthluta olíuvinnsluleyfum í haust. Þið hljótið að geta svarað því hvort þið séuð hlynnt olíuvinnslu sem slíkri og hvort olíuvinnsla á Drekasvæðinu samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Þetta fer af stað. Rannsóknirnar fara af stað á grundvelli þessara leyfa með möguleika um að færa það yfir í vinnslu ef vinnsla finnst.." "..Ég tel að það sé í góðu samræmi við okkar umhverfisstefnu að þessar rannóknir fara af stað."-Þú svarar um rannsóknir. En ég spyr um olíuvinnslu sem slíka. Telur þú sem formaður Vinstri grænna að olíuvinnsla samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra þróun og sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Ég tel að sjálfsögðu, eftir því sem verður unnin olía í heiminum, eftir 15-25 ár, þegar mögulega á þetta reynir á Drekasvæðinu, þá útiloki okkar umhverfisstefna ekki það að Ísland verði aðili að olíuvinnslu, frekar en önnur lönd."-Hefur Kolbrún Halldórsdóttir rangt fyrir sér þegar hún segir að olíuvinnsla sé ekki í samræmi við umhverfisstefnu Vinstri grænna?"Ég tel að það sé ekki nákvæm túlkun. Ég tel að það sé ekki hið rétta orðalag. En það kunna vel að vera hennar persónulegu sjónarmið og hún hefur fullan rétt til að tala fyrir þeim."-Flokkurinn er klofinn í þessu máli?"Nei. Ég tel að hann sé ekki klofinn í þessu máli. Kolbrún Halldórsdóttir viðrar sín sjónarmið og velur hvernig hún orðar það. En stefna flokksins liggur skýrt fyrir og ég hef heyrt ekki neina minnstu óánægju með hana." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins.Yfirlýsing umhverfisráðherra á Stöð 2 í gærkvöldi um að olíuleit á Drekasvæðinu samrýmdist ekki hugmyndafræði Vinstri grænna varð til þess að flokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að flokkurinn legðist ekki gegn olíuleit þar. Væntanlegri úthlutun rannsóknarleyfa í haust mun hins vegar einnig fylgja fyrirheit um olíuvinnslu og því lagði fréttamaður áherslu á það í viðtali við formann flokksins í dag að fá því svarað hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu. Þegar hér er komið sögu er Kristján Már Unnarsson fréttamaður búinn að ítreka fjórum sinnum spurningu um afstöðu til olíuvinnslu án þess að skýrt svar hafi fengist frá Steingrími."Ég tel að það sé í ágætu samræmi við okkar afstöðu til umhverfismála að þessar rannsóknir fari af stað."-En olíuvinnsla?"Við munum síðan gæta vel umhverfissjónarmiðanna varðandi til dæmis að það sé ekki tekin mengunaráhætta. Og síðan verður þetta auðvitað skoðað, þegar eða ef þar að kemur, í hvaða samhengi verður það við loftlagsmálin, losunarmálin og aðra slíka þætti. Þannig að afstaða okkar liggur fyrir og hún er skýr: Við erum hlynnt því að þessar rannsóknir fari af stað."-En þú svarar því ekki hvort olíuvinnsla eigi að fara af stað?"Ef hún reynist þarna raunhæf, þá svara menn því þegar þar að kemur í hvaða samhengi hún verður og í hvaða umgjörð hún verður. Á ég að reyna að svara þessu fyrir þig í fimmta sinn eða..?-Þið eruð að úthluta olíuvinnsluleyfum í haust. Þið hljótið að geta svarað því hvort þið séuð hlynnt olíuvinnslu sem slíkri og hvort olíuvinnsla á Drekasvæðinu samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Þetta fer af stað. Rannsóknirnar fara af stað á grundvelli þessara leyfa með möguleika um að færa það yfir í vinnslu ef vinnsla finnst.." "..Ég tel að það sé í góðu samræmi við okkar umhverfisstefnu að þessar rannóknir fara af stað."-Þú svarar um rannsóknir. En ég spyr um olíuvinnslu sem slíka. Telur þú sem formaður Vinstri grænna að olíuvinnsla samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra þróun og sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Ég tel að sjálfsögðu, eftir því sem verður unnin olía í heiminum, eftir 15-25 ár, þegar mögulega á þetta reynir á Drekasvæðinu, þá útiloki okkar umhverfisstefna ekki það að Ísland verði aðili að olíuvinnslu, frekar en önnur lönd."-Hefur Kolbrún Halldórsdóttir rangt fyrir sér þegar hún segir að olíuvinnsla sé ekki í samræmi við umhverfisstefnu Vinstri grænna?"Ég tel að það sé ekki nákvæm túlkun. Ég tel að það sé ekki hið rétta orðalag. En það kunna vel að vera hennar persónulegu sjónarmið og hún hefur fullan rétt til að tala fyrir þeim."-Flokkurinn er klofinn í þessu máli?"Nei. Ég tel að hann sé ekki klofinn í þessu máli. Kolbrún Halldórsdóttir viðrar sín sjónarmið og velur hvernig hún orðar það. En stefna flokksins liggur skýrt fyrir og ég hef heyrt ekki neina minnstu óánægju með hana."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32
VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25
Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39