Röng umræða um fjölmiðla 8. desember 2009 06:00 Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun